Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafnar því að í því að setja skuldaviðmið í fjárlögum fram á Maastricht-mælikvarðanum frekar en með þeim hætti sem íslensk lög gera ráð fyrir séu fólgin pólitísk skilaboð.
Hann skýrir þessa breytingu frá fyrri fjárlögum þannig að með þessum hætti sé auðveldara að hafa augun á boltanum, í ljósi áhrifa ÍL-sjóðsuppgjörsins.
„Ég held að Alþingi almennt sé algjörlega meðvitað um það, bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu, að uppgjörið á ÍL-sjóði var nauðsynlegt og hafði auðvitað lengi verið í undirbúningi,“ segir ráðherrann.
Hann útskýrir að tilfærsla ÍL-sjóðs milli sjóða ríkisins skekki samanburð milli ára á íslenska mælikvarðanum.
„Við erum með séríslenska mælikvarða þar sem við erum með svokallaðan A1-sjóð, sem felur í sér þann hluta útgjalda ríkisins sem er fjármagnaður með skatttekjum. ÍL-sjóður færðist til við uppgjörið og þess vegna hefði verið hægt að draga þá ályktun að skuldir ríkisins hefðu hækkað þegar þær höfðu raunverulega lækkað,“ segir Daði og bætir við að greiningarfyrirtæki og erlendir fjárfestar líti til Maastricht-mælikvarðans.
Ráðherrann segir að íslenski mælikvarðinn hefði ekki endilega litið illa út. „Það þarf bara aukasetningu til að útskýra muninn, en það er ekki eins og það sé verið að fela neitt. Það er alveg ljóst hvað ÍL-sjóðsuppgjörið kostaði okkur, sem er allt of marga peninga.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
