Fimm virkjanir verði settar í flýtiframkvæmd

Virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum.
Virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Frumvarp sem mælir fyrir um að fimm virkjunarkostir verði teknir út úr rammaáætlun og því óbundnir af henni bíður framlagningar á Alþingi.

Í frumvarpinu er kveðið á um að Umhverfis- og orkustofnun skuli veita virkjunarleyfi fyrir Hamarsvirkjun, Skatastaðavirkjun, Hvalárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun og að heimilt verði að afl hverrar um sig verði allt að 95 megavött.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, en auk hans eru sjö þingmenn flokksins meðflutningsmenn að frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert