Framlengja gæsluvarðhald um fjórar vikur

Frá leikskólanum Múlaborg.
Frá leikskólanum Múlaborg. mbl.is/Eyþór

Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg hefur verðið framlengt um fjórar vikur eða til 21. október á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn, sem hefur verið í haldi síðan 12. ágúst, er grunaður um kynferðisbrot. Hann hafði starfað sem ófaglægður starfsmaður á leikskólanum í tæplega tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert