Fara á fram formlegt mat á samningsforsendum kjarasamninganna á almenna vinnumarkaðinum í yfirstandandi mánuði og bendir flest til þess að forsendurnar haldi. Sérstök launa- og forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins tekur afstöðu til þess og um viðbrögð ef um forsendubrest er að ræða fyrir 8. október.
Forsendur samninganna sem nú eru til skoðunar eru annars vegar að verðbólga hafi ekki mælst yfir 4,95% í ágúst og er ljóst að hún heldur þar sem 12 mánaða verðbólga var 3,8% í mánuðinum. Hin forsenda samninganna er sú að lagabreytingar sem komu fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 7. mars 2024 þegar samningarnir voru gerðir hafi náð fram að ganga.
„Ég held að þetta sé allt í réttum farvegi. Ég sit ekki í forsendunefndinni en við vorum búnir að fara yfir þetta formennirnir og ég held að allar helstu forsendur samninganna standi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Spurður hvort viljayfirlýsing stjórnvalda hafi gengið eftir eins og kveðið er á um í samningsforsendunum segir Vilhjálmur að flestar lagabreytingarnar hafi verið komnar til framkvæmda og einhverjar fleiri verið í vinnslu. Ekki hafi hins vegar allt staðist gagnvart sveitarfélögunum en þar hafi verið um tilmæli til þeirra að ræða á þeim tíma. Aðgerðir sveitarfélaga eru ekki orðaðar í forsendukafla kjarasamninganna.
Gangi þetta eftir verða forsendur samninganna metnar á nýjan leik í september á næsta ári og þá má tólf mánaða verðbólga ekki fara yfir 4,7%. omfr@mbl.is
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
