Telur forsendur samninga halda

Kjarasamningar undirritaðir 7. mars 2024.
Kjarasamningar undirritaðir 7. mars 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fara á fram formlegt mat á samningsforsendum kjarasamninganna á almenna vinnumarkaðinum í yfirstandandi mánuði og bendir flest til þess að forsendurnar haldi. Sérstök launa- og forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins tekur afstöðu til þess og um viðbrögð ef um forsendubrest er að ræða fyrir 8. október.

Forsendur samninganna sem nú eru til skoðunar eru annars vegar að verðbólga hafi ekki mælst yfir 4,95% í ágúst og er ljóst að hún heldur þar sem 12 mánaða verðbólga var 3,8% í mánuðinum. Hin forsenda samninganna er sú að lagabreytingar sem komu fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 7. mars 2024 þegar samningarnir voru gerðir hafi náð fram að ganga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert