Jarðskjálfti varð í Mýrdalsjökli upp úr klukkan eitt í nótt og mældist 3,2 að stærð.
Honum fylgdu nokkrir minni eftirskjálftar en engar tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í byggð, að því er segir í tilkynningu Veðurstofu.
Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 6. september en þá mældust tveir skjálftar um 3 að stærð.
/frimg/1/39/92/1399244.jpg)