3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli

Jökulsprungur marka yfirborð Mýrdalsjökuls þar sem hann skríður fram. Í …
Jökulsprungur marka yfirborð Mýrdalsjökuls þar sem hann skríður fram. Í fjarska sést Hjörleifshöfði niðri við ströndina handan Mýrdalssands. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti varð í Mýrdalsjökli upp úr klukkan eitt í nótt og mældist 3,2 að stærð.

Honum fylgdu nokkrir minni eftirskjálftar en engar tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í byggð, að því er segir í tilkynningu Veðurstofu.

Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 6. september en þá mældust tveir skjálftar um 3 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert