Erlendir eggjaþjófar koma til landsins árlega

Fálki. Erlendir og íslenskir þjófar stela eggjum á hverju ári.
Fálki. Erlendir og íslenskir þjófar stela eggjum á hverju ári. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Eggjaþjófar sunnan úr Evrópu leggja leið sína til Íslands til þess að taka undan íslenskum fuglum á hverju vori og leyna spellvirkjum sínum vel. Taka þeir egg úr holum lunda, hreiðrum fálka og fleiri fugla sem flokkast í bráðri hættu.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að þrír Þjóðverjar hefðu verið gripnir á Schiphol-flugvelli í Hollandi með 51 lundaegg frá Íslandi. Mennirnir voru handteknir og sektaðir en eggjunum komið í dýragarð í Rotterdam. Þar eru nú til sýnis 42 lundar sem komu úr stolnu eggjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert