Boðað til fundar í kjaradeilunni í dag

Brösuglega hefur gengið að endurnýja kjarasamning.
Brösuglega hefur gengið að endurnýja kjarasamning. mbl.is/Friðrik

Samkomulag hefur enn ekki náðst í kjaraviðræðum samninganefnda Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) og Samtaka atvinnulífsins en rúmir fjórir mánuðir eru liðnir frá því að lyfjafræðingar felldu innanhússtillögu ríkissáttasemjara með 90% atkvæða.

Vaxandi óróleiki er meðal lyfjafræðinga vegna þess hversu brösuglega hefur gengið að endurnýja kjarasamninga en gangur hefur þó verið í viðræðum á milli samninganefndanna að undanförnu. Boðað er til næsta samningafundar í deilunni í dag, samkvæmt upplýsingum Sigurbjargar Sæunnar Guðmundsdóttur formanns LFÍ.

Félagið geti brugðist snöggt við

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert