Samkomulag hefur enn ekki náðst í kjaraviðræðum samninganefnda Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) og Samtaka atvinnulífsins en rúmir fjórir mánuðir eru liðnir frá því að lyfjafræðingar felldu innanhússtillögu ríkissáttasemjara með 90% atkvæða.
Vaxandi óróleiki er meðal lyfjafræðinga vegna þess hversu brösuglega hefur gengið að endurnýja kjarasamninga en gangur hefur þó verið í viðræðum á milli samninganefndanna að undanförnu. Boðað er til næsta samningafundar í deilunni í dag, samkvæmt upplýsingum Sigurbjargar Sæunnar Guðmundsdóttur formanns LFÍ.
Félagið hélt aukaaðalfund í síðustu viku til að ganga frá öllum innri ferlum ef til vinnustöðvunar kemur og fínpússa reglugerð um kjaradeilusjóð. Spurð um mögulegan undirbúning atkvæðagreiðslu um aðgerðir segir Sigurbjörg að honum sé ekki lokið. Beðið sé á meðan gangur er í viðræðunum en félagið geti brugðist snöggt við ef þær sigla í strand.
Sigurbjörg segir að ef kemur til vinnustöðvunar í apótekum verði ekki hægt að hafa þau opin vegna þess að samkvæmt lögum megi apótek ekki vera opin án viðveru lyfjafræðings.
Viðræðurnar hafa staðið frá því á seinasta ári. Markmið lyfjafræðinga hefur verið að færa kjör þeirra nær öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum, m.a. með því að stytta vinnuskyldu.
„Það er ljóst að lyfjafræðingar eru orðnir þreyttir, sérstaklega þeir sem starfa í apótekum. Þeir sætta sig einfaldlega ekki lengur við að þurfa að vinna 19 dögum meira á ári en aðrar háskólastéttir,“ segir Sigurbjörg.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
