Ósáttir við áformaða efnistöku í Seyðishólum

Náman í Seyðishólum blasir hér við, en fjær sjást frístundahús …
Náman í Seyðishólum blasir hér við, en fjær sjást frístundahús sem eru á fjórða hundrað á svæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Eigendur frístundahúsa í Grímsnesi leggjast alfarið gegn áformaðri námuvinnslu í Seyðishólum, m.a. af þeim sökum að aka eigi efni brott úr námunni yfir sumarmánuðina sem valda muni stórauknum þungaflutningum um svæðið, en rauðamölin sé að verulegu leyti ætluð til útflutnings og skipað út frá Þorlákshöfn.

„Það versta við þetta er að þeir ætla að keyra efnið úr námunni yfir sumarmánuðina,“ segir Guðrún M. Njálsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en hún er einn eigenda frístundahúss á svæðinu.

Hún segir sumarhúsabyggðina í nágrenni Seyðishóla telja á milli 300 og 400 hús og eigendur þeirra séu ekki sáttir. Núverandi námuop sé í beinni sjónlínu frá mjög mörgum lóðum. Ekki sé með malarnáminu verið að skapa atvinnu í sveitarfélaginu, enda kæmu flutningabílarnir frá Þorlákshöfn og eina atvinnan sem skapast myndi á svæðinu væri við niðurbrot á námunni og mokstur á bílana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert