Takmörkun aðgangs að Heiðmörk óviðunandi

Heiðmörk er fjölsótt útivistarsvæði í Reykjavík.
Heiðmörk er fjölsótt útivistarsvæði í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkur segja óviðunandi að takmarka aðgang að friðlandinu í Heiðmörk eins og stefnt sé að í skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur, en tryggja verði almenningi greiðan aðgang að friðlandinu hér eftir sem hingað til.

Svo segir í bókun sem lögð var fram á fundi borgarráðs sl. fimmtudag, þar sem tillaga að nýju deiliskipulagi Heiðmerkur var kynnt.

Hið nýja skipulag sem ætlunin er að taki gildi á næsta ári takmarkar mjög umferð um Heiðmörk, en það á að gera í þágu vatnsverndar.

Í bókun sjálfstæðismanna kemur m.a. fram að Heiðmörk sé stærsta og fjölsóttasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Þangað sæki fjöldi fólks á öllum aldri til að njóta náttúrunnar og kynnast gróðri, dýralífi, tjörnum, vötnum og jarðmyndunum. Greiður aðgangur almennings að grænum svæðum hafi ómetanlegt gildi fyrir lýðheilsu og menntun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert