Auglýsir embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar laust til umsóknar. Verður auglýsingin birt á næstu vikum. Núverandi forstjóri er Þorsteinn Sigurðsson, en skipunartími hans rennur út 31. mars á næsta ár. Hanna ákvað að auglýsa stöðuna þar sem miklar breytingar eru framundan hjá stofnuninni.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að undanfarið hafi verið unnið að mati á stöðu og framtíð Hafrannsóknarstofnun og hafrannsóknum á Íslandi. „Frumniðurstöður þeirrar athugunar benda til þess að þörf sé á að ráðast í heildstæða stefnumótunarvinnu til að efla stofnunina til frambúðar, bæði með tilliti til lagaumgjarðar, rekstrar og forgangsröðunar verkefna,“ segir í tilkynningunni.

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Arnþór

Þorsteinn hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2021 og rennur skipunartími hans því út í lok mars á næsta ári. Segir í tilkynningunni að fyrirhuguðum breytingum fylgi óhjákvæmilega margvíslegar breytingar á starfsemi og skipulagi stofnunarinnar. „Í ljósi framangreinds er það mat ráðherra að rétt sé að auglýsa embættið laust til umsóknar,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka