Skyndileg verðhækkun: „Síðustu sætin eru dýrust“

Flugmiðar hjá Icelandair hækkuðu í morgun.
Flugmiðar hjá Icelandair hækkuðu í morgun. mbl.is/Eyþór Árnason

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að skyndileg hækkun á farmiðum um það leyti sem Play lýsti því yfir að starfsemin væri hætt tengist ekki að öðru leyti en því að eftirspurn hafi farið upp í kjölfar fregnanna.

Sagt var frá því á mbl.is fyrr í dag að kona ein hefði upplifað það að verð á flugmiðum tvöfaldaðist á svipstundu um það leyti sem Play tilkynnti um að félagið hefði hætt starfsemi.

Mikið álag á bókunarkerfi og vefsíðu

„Það er ekki hægt að setja hærra verð í samhengi við fall Play. Okkar vélar eru mikið bókaðar og það er bara þannig í flugrekstri að síðustu sætin eru dýrust. Þetta gerðist mjög óvænt og hratt og við gerðum engar breytingar. En við fundum fyrir miklu álagi í bókunarkerfinu og á okkar vefsíðu. En þetta kom okkur jafn mikið á óvart og öðrum,“ segir Bogi.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Morgunblaðið/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert