Myndir: Æfa sig í ákvarðanatöku NATO

Þátttakendur sýndu ráðstefnunni mikinn áhuga.
Þátttakendur sýndu ráðstefnunni mikinn áhuga. LJósmynd/Valgarður Gíslason/Varðberg

Breska sendiráðið, í samstarfi við Varðberg, stóð í dag fyrir „Módel NATO-ráðstefnu“ fyrir ungmenni um starfsemi Atlantshafsbandalagsins. Á ráðstefnunni fengu þátttakendur tækifæri til að æfa sig í ákvarðanatöku NATO.

Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára gátu sótt um að sitja ráðstefnuna. Verkefnið byggðist á sviðsmynd.

Þau fengu úthlutað tiltekið land sem þau voru fulltrúar fyrir. Fengu þau tækifæri til að æfa sig í ákvarðanatökuferlum NATO í neyðarástandi.

Þurftu þau að ræða og taka ákvarðanir í takt við stefnu og hagsmuni þess ríkis sem þeir voru fulltrúar fyrir. Í tilkynningu segir að með þessu hafi þátttakendur öðlast mikilvæga færni í samningatækni, framkomu, ræðumennsku, teymisvinnu og stefnumótun. 

Það var þétt setið í Smiðju í dag.
Það var þétt setið í Smiðju í dag. Ljósmynd/Valgarður Gíslason/Varðberg
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku þátt á ráðstefnunni.
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku þátt á ráðstefnunni. Ljósmynd/Valgarður Gíslason/Varðberg
Þátttakendur fengu úthlutað land sem þeir voru í forsvari fyrir.
Þátttakendur fengu úthlutað land sem þeir voru í forsvari fyrir. Ljósmynd/Valgarður Gíslason/Varðberg




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert