Samþykkja kjarasamning við Alcoa

Samningurinn gildir afturvirkt frá mars 2025.
Samningurinn gildir afturvirkt frá mars 2025. mbl.is/Sigurður Bogi

Félagsmenn AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Alcoa Fjarðarál. 

Í tilkynningu frá AFL segir að rúmlega 61% hafi greitt atkvæði með samningnum en 36,61% á móti. 

Auðir eða ógildir seðlar voru 10 eða 2,97%. 

Alcoa, AFL og Rafiðnaðarsamband Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning 19. september sl. Samningurinn gildir afturvirkt frá mars 2025 og til fjögurra ára. 

501 félagsmaður var á kjörskrá en 337 greiddu atkvæði, eða 67,27% félagsmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert