Tilboð í smíði Fossvogsbrúar voru opnuð síðdegis í gær og bárust tvö tilboð í verkið. Lægra boðið kom frá Ístaki og Per Aarsleff AS. Bæði tilboðin voru umtalsvert umfram áætlun. Brúarsmíðin er hluti af fyrsta áfanga borgarlínuverkefnisins.
Í tilkynningu frá Betri samgöngum kemur fram að áætlaður kostnaður við brúarsmíðina hafi verið 5,96 milljarðar.
Tilboðin tvö sem bárust voru eftirfarandi:
Voru tilboðin því 33% og 38% umfram áætlaðan kostnað.
Þegar eru framkvæmdir farnar af stað við sjóvarnargarð og landfyllingar vegna brúarinnar, en verksamningur sem gerður var vegna þess var 70% af áætluðum kostnaði.
Fram kemur í tilkynningu að nú taki við ítarleg yfirferð og mat á tilboðum.

