Segir um sýndarmennsku að ræða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eyþór

„Mér þóttu viðbrögð stjórnvalda aldrei trúverðug og það kom strax í ljós í þinginu þegar ég og fleiri spurðum fjármálaráðherrann út í þetta. Hann fór undan í flæmingi og svo áttuðu menn sig á einhverjum tímapunkti á því að þeir þyrftu að sýnast vera að gera eitthvað. Þá var stofnaður þessi hópur sem einhverra hluta vegna fékk þetta kaldhæðnislega nafn „spretthópur“. Hann hefur augljóslega ekki tekið á sprett,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í samtali við Morgunblaðið.

Álits hans var leitað á þeirri stöðu sem upp er komin í atvinnulífi á Húsavík í kjölfar lokunar PCC Bakka, en fólk er farið að flytja úr bænum vegna stöðu atvinnumála. Fjöldi starfa tapaðist a.m.k. tímabundið vegna lokunar verksmiðjunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðherra á að vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda, en þær eru enn ekki komnar fram, þótt svo hafi átt að vera um miðjan september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert