#90. - Umræða í ójafnvægi og áhrif Play á efnahagslífið

Gjaldþrot Play setti mikinn svip á samfélagsumræðuna í vikunni og ljóst að fall flugfélagsins er að hafa mikil áhrif á efnahagslífið í heild. Í nýjasta þætti Spursmála mæta til leiks tveir öflugir menn til að rýna í stöðuna en það eru þeir Jens Bjarnason forstöðumaður hjá Icelandair og Þórður Gunnarsson hagfræðingur.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag. Upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube, og er hún öllum aðgengileg. 

Lífleg umræða um listamannalaun

Þá verður umfjöllun um listamannalaun haldið áfram í þættinum en sú umræða hefur verið ansi lífleg í vikunni eftir að fjallað var um listamannalaunin í Spursmálum í síðustu viku. Metsöluhöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson mætir í settið til að ræða kerfi listamannalauna sem hann hefur verið mjög gagnrýninn á, en einnig ræðir hann nærri þriggja áratugalangan feril sinn á sviðinu.

Ekki missa af Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. 

Þórður Gunnarsson, Stefán Máni Sigþórsson og Jens Bjarnason eru gestir …
Þórður Gunnarsson, Stefán Máni Sigþórsson og Jens Bjarnason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert