Lottópotturinn verður ansi veglegur næsta laugardag í ljósi þess að enn og aftur var enginn með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins.
Potturinn verður því sexfaldur um næstu helgi.
Einn heppinn miðaeigandi hlaut þó fyrsta vinning í jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna og var miðinn góði keyptur í Lottó-appinu.
Jafnframt hlaut einn bónusvinniniginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur í sinn hlut.
Þá hlutu alls ellefu 2. vinning og fá þar með 125.000 krónur.
