Festist í Hveragerði eftir bjórhátíð

Bjórhátíð Ölverks er nú haldin í sjötta sinn í Gróðurhúsinu …
Bjórhátíð Ölverks er nú haldin í sjötta sinn í Gróðurhúsinu í Hveragerði. Fjöldi brugghúsa kynna þar vörur sínar. Samsett mynd AFP/mbl.is/Árni Sæberg

Einn óheppinn gestur bjórhátíðar Ölverks í Hveragerði varð fyrir því óláni að festast í bænum í gærkvöldi þegar halda átti heim á leið. 

Bjórhátíð Ölverks er nú haldin í sjötta sinn í Gróðurhúsinu í Hveragerði. Fjöldi brugghúsa kynna þar vörur sínar.

Jakki tekinn í misgripum

„Í gærkvöldi var jakki tekinn í misgripum úr fatahenginu á bjórhátíðinni okkar en í jakkanum voru bæði bíllyklar og húslyklar.. svo nú er einn strandaglópur í Hveragerði,“ segir í færslu Ölverks á Facebook.

„Hjálpum einstaklingnum heim og hafið endilega samband asap ef jakkinn fór óvart heim með ykkur í gærkvöldi.“

Eins og fyrr segir er þetta í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún er bæði sótt af fólki sem býr í og við Hveragerði auk bjóráhugafólks af höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert