Hanna Katrín lætur sig víða vanta

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra hefur annað hvort ekki mætt, afboðað sig eða staldrað stutt við á stórum fundum tengdum stærstu atvinnuvegum Íslands að undanförnu.

Þetta fullyrðir Þórður Gunnarsson, hagfræðingur á vettvangi Spursmála.

Afboðaði sig á stóra ferðakaupstefnu

Nefnir hann þar að Hanna Katrín hafi meðal annars afboðað komu sínu á Vestnorden ferðakaupstefnuna sem haldin var á Akureyri fyrir skemmstu. Þá hafi hún ekki séð sér fært að mæta á ráðstefnuna Lagarlíf 2025 þar sem fjöldi hagsmunaaðila á vettvangi fiskeldis komu saman og hlýddu á erindi sérfræðinga.

Fleiri dæmi tiltekur hann, meðal annars Sjávarútvegssýninguna í Barselóna sem haldin var fyrr á árinu og eins meinta dræma þátttöku ráðherrans á fundi á Heimssýningunni í Japan sem nú stendur yfir.

Nefnir hann sérstaklega að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi þó mætt á sömu sýningu.

Ummæli Þórðar um þetta mál má sjá í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið við Þórð og Jens Bjarnason, flugrekstrarsérfræðing og forstöðumann hjá Icelandair má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert