Kom óvildin gegn Íslandi í opna skjöldu

Lee Buchheit er í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Lee Buchheit er í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breskir og hollenskir embættismenn komu fram af fullum fjandskap við samningamenn Íslands þegar reynt var að leita samninga um Icesave-reikningana skömmu eftir bankahrunið 2008.

Þetta segir bandaríski lögmaðurinn Lee C. Buchheit að hafi komið sér óþægilega á óvart. Hann hefur oftsinnis komið að milliríkjadeilum af því tagi, en aldrei orðið vitni að öðru eins.

Buchheit starfaði sem sérfræðingur íslenskra stjórnvalda eftir hrun, fyrst í tengslum við úrlausn Icesave-málsins og síðar við samninga við erlenda kröfuhafa og losun fjármagnshafta. Þess er nú minnst að tíu ár eru liðin frá haftalosun og af því tilefni er rætt við Buchheit í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

„Mér krossbrá þegar ég fann og heyrði illa dulinn fjandskap frá fyrstu setningu,“ segir Buchheit um upphaf samningaviðræðna.

„Ég bjóst við því að við settumst niður sem vinaþjóðir og bandamenn. En þar leyndi sér ekki mikil gremja og beinlínis óvild í garð íslenskra stjórnvalda. Það kom mér á óvart.“

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert