Stefnir í eitt mesta góðviðrisárið

Marga daga í sumar var hægt að sitja úti í …
Marga daga í sumar var hægt að sitja úti í sólinni. Ragnheiður Haraldsdóttir, Ása Þóra Hallvarðsdóttir, Edda Sigurðardóttir, Matthías Björgvin Kjartansson og Haraldur Kárason njóta veðurblíðunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það stefnir í að árið 2025 fari í annála sem eitt mesta góðviðrisár síðan mælingar hófust hér á landi.

Í nýbirtu tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar kemur fram að í Stykkishólmi hefur meðalhiti janúar til septembermánaða aldrei mælst eins hár, en hann var 6,5 stig.

Í Stykkishólmi hafa mælingar verið gerðar samfellt síðan 1845, eða í heil 180 ár.

Meðalhiti fyrstu níu mánaða ársins í Reykjavík mældist 7,0 stig, sem er 1,0 stigi yfir meðallagi 1991-2020 og jafnframt síðustu tíu ára. Meðalhitinn það sem af er ári raðast í 4. hlýjasta sæti á lista 155 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka