Talning sýnir fá alvarleg slys á Höfðabakka

Framkvæmdirnar á Höfðabakka snúa að endurnýjun umferðarljósa á Höfðabakka, við …
Framkvæmdirnar á Höfðabakka snúa að endurnýjun umferðarljósa á Höfðabakka, við Bæjarháls, Vesturlandsveg, Bíldshöfða, Dvergshöfða og Stórhöfða. Samhliða er komið fyrir leiðilínum, varúðarhellum, staðsetning stólpa löguð þar sem á þarf að halda, miðeyjur lagaðar þar sem þær voru of mjóar og hægribeygju-framhjáhlaup fjarlægð þar sem tilefni þótti til og það var hægt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstaða slysatalningar við gatnamótin á mótum Höfðabakka og Bæjarháls sýnir að eitt alvarlegt slys varð þar árið 2016, þegar bifreið á leið suður Höfðabakka var beygt til hægri í veg fyrir annað ökutæki. Það slys varð norðan gatnamótanna, en ekki á gatnamótunum sjálfum. Árið 2022 var ekið á hjólreiðamann á akbraut u.þ.b. 50 metrum vestan við gatnamótin á götunni Straumi í Ártúnsholti. Algengustu umferðaróhöppin á þessum gatnamótum eru aftanákeyrslur þar sem ekki verða meiðsli á fólki.

Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins um fjölda slysa á gatnamótum við Höfðabakka þar sem gatnamótum hefur verið breytt og umferðarljós endurnýjuð fyrir 180 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert