Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi verið utan skólaúrræðis í tvö ár því ekki er hægt að veita þeim stuðning sem hentar eða koma til móts við þarfir þeirra í almennum skólum og þau fá ekki inni í sérskólum. Skóli án aðgreiningar kemur verst út fyrir einhverf börn, börn með ADHD eða mikla lesblindu og falla þau oft á milli kerfa.
Þetta segir Sara Rós Kristinsdóttir, tveggja barna móðir sem hefur fjallað um og vakið athygli á málefnum einhverfra, ADHD og geðheilsu á síðunni sinni Lífsstefna á samfélagsmiðlum, ásamt því að stýra hlaðvarpinu 4. vaktin með Lóu Ólafsdóttur.
Hún segir börnin oft verða vanvirk eftir grunnskólann og í hálfgerðri kulnun. Sérskólar eins og Brúarskóli og Arnarskóli geti skipt sköpum fyrir börn sem þessi, en erfitt sé að komast þar að. Margir telji sérúrræði gamaldags, en þau séu mikilvægur valkostur þegar annað virkar ekki. Að fá ekki úrræði við hæfi geti verið lífshættulegt fyrir suma.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu og Moggaappinu í dag á blaðsíðu 20.
