Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem hafði valdið eignaspjöllum og berað sig fyrir framan nágranna.
Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynning barst vegna manns í annarlegu ástandi í Breiðholti.
Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Þá barst tilkynning um tvo menn til vandræða á veitingastað í hverfi 108.
Er mönnunum var flett upp í kerfum lögreglu kom í ljós að annar var eftirlýstur. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
