Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar nú á áttunda tímanum í kvöld með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt.
Þetta segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Slökkviliðið er með viðbúnað á staðnum en enginn er talinn alvarlega slasaður.
Tveir hlutu þó minni háttar meiðsl.
