Bjórhátíðin gekk vonum framar - myndir

Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir

Bjórhátíðin í Hveragerði gekk vonum framar í ár, að sögn Laufeyjar Sifjar Lárusdóttur, eins eiganda Ölverks sem stendur að baki viðburðinum.

Hátíðin er haldin í gömlu gróðurhúsi í Hveragerði sem breytt er í hátíðarsal fyrstu helgi október ár hvert.

Hátíðin var nú haldin í sjötta sinn.

Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir

Bjór, spírar og vín í boði

Á hátíðinni kynna fjölmörg brugghús bjóra, spíra og vín sem gestir fá að smakka.

Að smökkun lokinni er salnum umbreytt í dansgólf þar sem dansað er fram á nótt, segir Laufey í samtali við mbl.is.

Hún segir jólabjórinn hafa notið sérstakra vinsælda í ár.

Það vakti athygli þegar mbl.is birti frétt um einstakling sem varð strandaglópur í Hveragerði eftir hátíðina.

Hann bar ekki á góma í samtalinu við Laufeyju en við vonum að hann hafi komist heill heim.

Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir

Framlenging á sumrinu

„Það voru bara allir í skýjunum og veðrið var frábært,“ segir hún og bætir við að stemningin hafi verið nokkurs konar framlenging á sumrinu.

„Þarna var fólk með sólgleraugu og í Havaí-skyrtum.“

Að hennar sögn er enginn vafi á því að hátíðin verði haldin aftur á næsta ári.

Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
Herra Hnetusmjör stóð fyrir sínu á föstudagskvöldið.
Herra Hnetusmjör stóð fyrir sínu á föstudagskvöldið. Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
FM Belfast fékk fólk til að hreyfa sig á gólfinu.
FM Belfast fékk fólk til að hreyfa sig á gólfinu. Ljósmynd/Dagný Dögg Steinþórsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert