Hamur síðasta geirfuglsins fundinn

Talið er að um 80 uppstoppaðir geirfuglahamir séu til í …
Talið er að um 80 uppstoppaðir geirfuglahamir séu til í heiminum og 75 egg. Slíkur fugl og egg eru í eigu Náttúrugripasafns Íslands. mbl.is/Eyþór

Sú saga er þekkt að síðasta geirfuglaparið í heiminum var drepið í Eldey í júní árið 1844 fyrir danska kaupmenn. Lengi vel var ekki vitað hvar hamir þessara fugla væru niðurkomnir en árið 2017 var staðfest með erfðafræðirannsóknum að hamur karlfuglsins er á náttúrugripasafni í Brussel í Belgíu. Nú segjast vísindamenn hafa sannreynt, einnig með erfðafræðirannsóknum, að hamur kvenfuglsins er á náttúrugripasafni í borginni Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum.

Fuglarnir tveir voru fláðir hér og hamirnir og hluti innyflanna flutt til Kaupmannahafnar þar sem hamirnir voru stoppaðir upp. Innyflin eru enn í vörslu náttúrugripasafnsins í Kaupmannahöfn en lengi var ekki vitað með vissu hvar hamirnir væru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert