Myndir: Vannærður refur fannst í Rofabæ

Yrðlingurinn fannst á bílastæði í Rofabæ í Árbænum.
Yrðlingurinn fannst á bílastæði í Rofabæ í Árbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvenkyns yrðlingur fannst illa haldinn í Rofabæ í Árbæ fyrr í dag. Dýrið er nú komið til dýralæknis og berst fyrir lífi sínu.

Að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra dýradeildar Dýraþjónustu Reykjavíkur, var yrðlingurinn vannærður þegar hann fannst. Talið er að hann hafi mögulega komist í eitthvert eitur.

Óvíst er um lífslíkur yrðlingsins, en í fyrramálið mun skýrast hvort hann nái sér.

Þorkell segir fundinn í sjálfu sér ekki óvanalegan, talsvert sé af refum í nágrenni við Elliðaár og í Heiðmörk. 

Yrðlingurinn fær vökva í æð.
Yrðlingurinn fær vökva í æð. Ljósmynd/Aðsend
Óvíst er um lífslíkur yrðlingsins, en í fyrramálið mun skýrast …
Óvíst er um lífslíkur yrðlingsins, en í fyrramálið mun skýrast hvort hann nái sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dýraþjónusta Reykjavíkur kom og sótti yrðlinginn og kom honum til …
Dýraþjónusta Reykjavíkur kom og sótti yrðlinginn og kom honum til dýralæknis. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert