Flugfélagið Play, sem fór i gjaldþrot á mánudaginn síðastliðinn, skuldaði Isavia um hálfan milljarð króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli.
Um er að ræða lendingargjöld fyrir ágúst og septembermánuð.
Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir heimildum sínum.
Síðasta flugvél Play flaug af landi brott til Ósló í Noregi fyrr í dag. Vélin er í eigu kínverska flugfélagsins Air Calc en óvíst var hvort vélin yrði kyrrsett hér á landi en fram kom í yfirlýsingu frá Isavia að lagaskilyrði kyrrsetningar væru ekki uppfyllt. Á vélinni hvíli þó enn lögveð.
Þegar flugfélagið WOW fór í gjaldþrot árið 2019 voru vélar flugfélagsins, sem voru í eigu flugvélaleigunnar ALC, kyrrsettar á Keflavíkurflugvelli en WOW skuldaði Isavia þá tvo milljarða króna í lendingargjöld.
Hæstiréttur taldi hins vegar að ALC bæri ekki ábyrgð á skuldbindingum WOW og var kyrrsetningin því talin ólögmæt.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Samkeppnis kapítalistarnir fljúga frá skuldum.
