Skemmtilegast þegar leiðin er illfær

Mæðginin Adam Árni og Jóna Katrín hér á Hakinu á …
Mæðginin Adam Árni og Jóna Katrín hér á Hakinu á Þingvöllum. Með þeim hér er Ryan Grassley, fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins Extreme Motus sem framleiðir stólana í verksmiðju í Bandaríkjunum. mbl.is/Sigurður Bogi

Adam Árna finnst gaman að vera í alls konar brölti – að jaskast eins og slíkt er kallað í minni fjölskyldu. En til þess að svo megi verða þarf hann aðstoð og rétta tækið. Nú er það fengið og þar með eru okkur allir vegir færir og jafnvel ófærurnar líka,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir. Hún var á fallegum haustdegi austur á Þingvöllum með syni sínum.

Sá er Adam Árni Onnoy, sem er 12 ára, með fjölþætta fötlun og hefur mjög takmarkaða göngugetu. Þarf því að fara ferða sinna í hefðbundnum hjólastól en vildi lengra, meira og hærra. Þá voru góð ráð dýr en fundust þó. Vilji er allt sem þarf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert