Veginum um Jökuldal lokað vegna umferðarslyss

Slysið átti sér stað á Jökuldalsheiði á Austurlandi, en opnað …
Slysið átti sér stað á Jökuldalsheiði á Austurlandi, en opnað hefur verið fyrir umferð um veginn á ný. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegurinn um Jökuldalsheiði á Austurlandi var lokað tímabundið fyrr í kvöld vegna umferðarslyss sem þar varð laust fyrir klukkan átta. 

Vegurinn var lokaður á meðan sjúkralið og lögregla athöfnuðu sig á vettvangi og unnið var að því að koma slösuðum undir læknishendur, en nú hefur verið opnað fyrir umferð um veginn að nýju.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir nokkra hafa slasast en óvíst sé hversu alvarlegir áverkarnir séu. Þeir séu nú komnir undir læknishendur.

Hvorki sé hægt að greina frá tildrögum slyssins né aldri eða ríkisfangi hinna slösuðu þar sem rannsóknin standi enn þá yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert