Ákærðar fyrir að auglýsa vændisþjónustu á Akureyri

Konurnar buðu upp á þjónustuna á Akureyri.
Konurnar buðu upp á þjónustuna á Akureyri. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/AFP

Tvær kólumbískar konur á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðar fyrir að auglýsa vændi í gegnum heimasíðuna City of Love. Konurnar voru ferðamenn og höfðu aðsetur á Akureyri þegar þær buðu upp á þjónustuna.

Vísir sagði fyrst frá 

Mansalshluti felldur niður

Skarphéðinn Aðalsteinsson, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að ekki hafi þótt ástæða til að ætla að konurnar hafi verið fórnarlömb mansals og sá þáttur rannsóknarinnar hafi verið kannaður áður en komist var að niðurstöðu.

Konunum gafst færi á því að ljúka málinu með sektargreiðslu en að sögn Skarphéðins völdu þær að gera það ekki og voru því ákærðar í málinu. Viðurlögin við því að auglýsa vændi eru allt frá sektargreiðslu og upp í sex mánaða fangelsi.

Flestir velja að greiða sekt

Skarphéðinn var ekki með upplýsingar um það hvort og þá hve margir einstaklingar voru uppvísir að því að kaupa vændisþjónustuna og segir að enginn þeirra hafi verið ákærður. Bendir hann þó á það að þeim hafi gefist tök á að greiða sekt og losna þannig við ákæru.

„Langflestir kjósa að gera það,“ segir Skarphéðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert