Andlát: Þórunn Gröndal

Þórunn Gröndal.
Þórunn Gröndal.

Þórunn Gröndal lést3. október sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, tæplega 92 ára að aldri.

Þórunn fæddist í Reykjavík 19. desember árið 1933. Foreldrar hennar voru Halldóra Flygenring Gröndal húsmóðir, f. 17. júlí 1899, d. 11. maí 1997, og Benedikt Gröndal, verkfræðingur og forstjóri, f. 27. ágúst 1899, d. 11. september 1984. Var Þórunn yngst af fimm systkinum. Eftirlifandi er Helga, f. 1930, en látin eru Inga, f. 1925, d. 2023, Unnur Elísabet, f. 1927, d. 2020, og Þórður, f. 1931, d. 1996.

Þórunn giftist Konráði Sigurðssyni, f. 1931, d. 2003, og eignaðist með honum tvö börn, Sigurð, f. 1953, og Áslaugu, f. 1955. Þau skildu.

Hún giftist síðan Júlíusi Halldórssyni, f. 1924, d. 1998, árið 1958 og eignuðust þau þrjú börn, Önnu, f. 1960, Þórunni, f. 1962, og Pétur Benedikt, f. 1964.

Fyrir átti Júlíus fjögur börn, Ingibjörgu, f. 1945, Halldór, f. 1948, Láru Valgerði, f. 1951, og Sigurð, f. 1956.

Barnabörn Þórunnar eru 20 og barnabarnabörnin eru 35.

Þórunn útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 1953 og vann við skrifstofustörf í Hamri hf. og hjá Reykjavíkurborg á Manntalinu. Síðar stofnuðu þau hjónin fyrirtækið Búvélar og unnu þar saman um árabil.

Þórunn bjó lengst af í Reykjavík, í Haðalandi í Fossvogi þar sem þau hjónin reistu sér fallegt einbýlishús. Þar undu þau sér vel og tóku ávallt vel á móti hinni stóru fjölskyldu sinni og vinafólki. Árið 2005 flutti Þórunn á Sautjándajúnítorg í Garðabæ og bjó þar til dánardags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert