Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir rúmlega 38 milljón króna skattalagabrot með því að hafa ekki gert grein fyrir yfir 87 milljón króna tekjum sínum árin 2014 til 2017 og þar af leiðandi ekki greitt tekjuskatt og útsvar af þeim tekjum sínum.
Maðurinn var fyrir nokkrum árum annar þeirra dæmdu í innherjasvikamáli Icelandair.
Maðurinn, Kristján Georg Jósteinsson, er ákærður fyrir að hafa nú ekki gefið upp tekjur sínar úr rekstri þriggja einkahlutafélaga og fyrir að hafa ekki gefið upp samtals 33 milljónir sem bárust inn á reikning hans með skýringunni „innborgun á reikning verslunar“, en ákæruvaldið telur að um skattskyldar tekjur sé að ræða.
Auk þess að fara fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar fer ákæruvaldið fram á að honum verði gert að sæta upptöku fjármuna í mismunandi gjaldeyri, en heildarupphæðin nemur á aðra milljón króna.
Haraldur G Borgfjörð:
Eru tvennskonar lög á Íslandi eftir því hver þú ert.
