Meira íþyngjandi fyrir Ísland en aðrar eyjar

Kolefnisgjöld á flugstarfsemi hér á landi eru meira íþyngjandi en á mörg önnur eylönd Evrópu. Þetta eru gjöld sem Evrópusambandið hefur innleitt og sum ríki hafa fengið undanþágur frá þeim.

Þetta staðfestir Jens Bjarnason, forstöðumaður hjá Icelandair og einn reyndasti flugrekstrarmaður Íslands, í samtali á vettvangi Spursmála.

Blóðbað á leiðinni yfir hafið

Segir hann að í samkeppni í flugi yfir Atlantshafið sé uppi einskonar „blóðbað“ og að því miður komi kolefnisgjaldið sér verr fyrir Ísland en marga keppinautana þar sem stærri hluti flugleiðarinnar sem Icelandair starfar á sé innan evrópskrar lögsögu en þeirrar sem tilheyri ríkjum Norður-Ameríku.

Þegar Jens er spurður að því hvort Ísland hefði getað fengið viðlíka undanþágur og t.d. Kýpur og Malta segist hann ekki þekkja pólitíkina sem lá að baki þegar þessi mál voru innleidd á sínum tíma fyrir rúmum áratug síðan. En vert sé að spyrja af hverju Ísland njóti ekki þessara undanþága eins og önnur eyríki.

Viðtalið við Jens og Þórð Gunnarsson, hagfræðing, má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka