Milljarða vantar í landbúnaðinn

Margrét Ágústa, Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Margrét Ágústa, Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Karítas

„Búvörusamningar síðustu ára hafa ekki verið fjármagnaðir sem vera skyldi. Greiðslur síðustu ára hafa ekki verið uppfærðar samkvæmt verðlagi og þar skeikar milljörðum. Slíkt segir nokkuð um hvernig bregðast skal við bæði í núinu og til framtíðar litið,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ), í samtali við Morgunblaðið.

Minnt er á hagsmuni bænda í umsögn þeirri um frumvarp til fjárlaga næsta árs sem BÍ hefur sent Alþingi. Þar segir að starfsumhverfi íslensks landbúnaðar sé beintengt búvörusamningum og svo hafi verið í áratugi. Samningar séu gerðir á grundvelli búvörulaga um skyldur stjórnvalda gagnvart íslenskum landbúnaði og eins séu kröfur til bænda um að tryggja nægt framboð landbúnaðarvara. Augljóst sé að slíkt gerist ekki nema afkoma bænda sé sambærileg því sem er meðal annarra starfsstétta sem jafnsettar mega teljast. Margrét Ágústa segir að samkvæmt ákvæðum gildandi búvörusamninga skuli árleg framlög samninga miðast við forsendur fjárlaga fyrir árið 2016, en taka árlegum breytingum í samræmi við verðlagsuppfærslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert