Rampi frá Breiðholtsbraut lokað á morgun

Malbikunarframkvæmdir.
Malbikunarframkvæmdir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun, þriðjudag, er stefnt á að malbika ramp frá Breiðholtsbraut niður á Reykjanesbraut.

Rampinum verður lokað á meðan og hjáleið verður um Dalveg, að því er segir í tilkynningu.

Rampinum verður lokað og verður hjáleið um Dalveg.
Rampinum verður lokað og verður hjáleið um Dalveg. Ljósmynd/Aðsend

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 9 til 15.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert