Ríkið greiddi hálfan milljarð í bætur vegna ágreinings

55 þeirra 105 mála sem leiddu til bótagreiðslna tengdust uppsögnum …
55 þeirra 105 mála sem leiddu til bótagreiðslna tengdust uppsögnum eða brottrekstri opinberra starfsmanna, 40 mál tengdust einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum og 10 mál ólögmætum ráðningum. Samsett mynd/mbl.is/Golli/Þorkell

Íslenska ríkið greiddi rúmar 525 milljónir króna í bætur til einstaklinga í kjölfar úrskurða eða dóma vegna ágreinings um starfsmannahald á árunum 2015-2024.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Skjáskot/Alþingi

117 milljónir í málskostnað

Um er að ræða úrskurði eða dóma í alls 105 málum á tíu ára tímabili; Úrskurðað var í fæstum málum árið 2015 eða tveimur en flestum málum árið 2022 eða 19.

Alls greiddi ríkið 525.067.179 krónur til einstaklinga; rúmar 437 milljónir í bætur og tæpar 89 milljónir í vexti.

Diljá spurði einnig hversu háar fjárhæðir ríkið greiddi í málskostnað og lögfræðiaðstoð vegna slíkra mála.

Fjármálaráðherra svaraði því til að málskostnaður hafi numið 117 milljónum króna á sama tímabili, þar af 14 milljónir vegna gjafsóknar. Þá hafi kostnaður embættis ríkislögmanns vegna útvistunar mála yfir tímabilið numið 17 milljónum króna.

55 þeirra 105 mála sem leiddu til bótagreiðslna tengdust uppsögnum eða brottrekstri opinberra starfsmanna, 40 mál tengdust einelti, áreitni eða vanrækslu á kjarasamningum og 10 mál ólögmætum ráðningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert