Rúta fór út af veginum á Snæfellsnesi: Hópslysaáætlun virkjuð

Allir viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, sjúkralið og björgunarsveitir á svæðinu voru …
Allir viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, sjúkralið og björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðir út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Langferðabíll með yfir fjörutíu farþega fór út af veginum í Seljafirði inn af Hraunsfirði á Snæfellsnesi fyrir skömmu.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir við mbl.is að hópslysaáætlun hafi verið virkjuð á mesta forgangi og að allir viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, sjúkralið og björgunarsveitir á svæðinu hafi verið kallaðir út.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert