Sex voru fluttir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum eftir umferðaróhapp á Jökuldalsheiði á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi segir að bifreið hafi verið ekið á aðra bifreið sem var biluð í vegkantinum.
Þungbúið var á vettvangi og skuggsýnt. Sex manns voru í bifreiðunum tveimur, fjórir í annarri og tveir í hinni. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla þeirra á þessu stigi.
/frimg/1/60/12/1601202.jpg)