Starfsdagar leik- og grunnskóla verði samræmdir

Með tillögunni er ýtt enn frekar undir samræmi milli skólastiga.
Með tillögunni er ýtt enn frekar undir samræmi milli skólastiga. mbl.is/Karítas

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um að starfsdagar leikskóla borgarinnar verði skipulagðir þannig að þeir verði á sama tíma og starfsdagar grunnskóla innan sérhvers borgarhverfis.

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið í bígerð um nokkurt skeið.

„Það hefur lengi verið umkvörtunarmál foreldra sem eiga börn bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri að starfsdagarnir séu þvers og kruss milli skólastiganna, sem gerir það að verkum að foreldrar þurfa að taka þeim mun fleiri frídaga með tilheyrandi óþægindum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert