Stórfelld kannabisframleiðsla á Esjumelum

Efnin fundust í atvinnuhúsnæði að Esjumelum í mars árið 2021. …
Efnin fundust í atvinnuhúsnæði að Esjumelum í mars árið 2021. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Tveir karlmenn, annar rúmlega fertugur Íslendingur, og hinn rúmlega þrítugur Letti, hafa verið ákærðir fyrir stórfellda kannabisframleiðslu á Esjumelum.

Eru þeir ákærðir fyrir að hafa í sameiningu í mars árið 2021 haft í fórum sínum 57 kannabisplöntur, 29,15 kg af kannabisplöntum og 25,420 kg af maríhúana. Jafnframt að hafa um nokkurt skeið fram að því staðið í ræktuninni, en lögregla fann efnin við leit á þessum tíma.

Farið er fram á upptöku efnanna, en auk þess búnaði til ræktunar, svo sem viftum, lömpum, ljósaperum, loftræstingakerfi og loftsíum.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðustu viku.

Mikið magn kannabisefna fannst við húsleit í atvinnuhúsnæðinu á Esjumelum …
Mikið magn kannabisefna fannst við húsleit í atvinnuhúsnæðinu á Esjumelum í mars árið 2021. AFP/Michaela Stache
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert