Í dag verður fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt með skúrum eða slydduéljum en yfirleitt verður þurrt fyrir austan. Hitinn verður 3 til 10 stig að deginum, mildast fyrir austan.
Á morgun verða vestan 5-13 m/s og skúrir eða él, en þurrt suðaustan til. Vindur verður suðlægari síðdegis og úrkomulítið. Hitinn verður á bilinu 2 til 8 stig og verður mildast á Suðausturlandi.
