Ætlar að svara ákalli kennara

Guðmundur Ingi boðar nýtt frumvarp á næsta þingi.
Guðmundur Ingi boðar nýtt frumvarp á næsta þingi. mbl.is/Eggert

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir skort á sérfræðingum í skólakerfinu á borð við sálfræðinga staðreynd. Skorturinn sé áskorun en ráðuneytið sé í samskiptum við háskólann um hvernig megi fjölga fagfólki.

Hann segist stefna að því að bregðast við ákalli kennara um frekari stuðning inn í skólana, stuðning sem átti að fylgja við innleiðingu stefnunnar Skóla án aðgreiningar en varð þó aldrei. Hefur hann boðað nýtt frumvarp um skólaþjónustu, sem á meðal annars að taka á aukinni stoðþjónustu innan skólanna, á næsta þingi.

Ráðherra getur þó ekki svarað hvenær hann sjái fyrir sér að fagfólki fjölgi í skólunum. Spurður hvernig hann hyggist sannfæra skólasamfélagið um að frumvarpið sem hann boði muni ekki stranda á skorti á sérfræðingum svarar hann:

„Ég er búinn að vera hérna í hálft ár, akkúrat núna, í ráðuneytinu og ég mun gera allt sem ég get til þess að fá þetta til að virka. Það er það sem við erum að gera. Við erum að breyta strúktúrnum í ráðuneytinu og alls staðar til að sjá til þess að bæði innra og ytra matið verði eflt, það þarf að taka á þessu öllu. Til þess þurfum við að kortleggja og byrja einhvers staðar og það er það sem við erum að gera núna.“ 

Nánar má lesa um málið á bls.6 í Morgunblaðinu í dag og í Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert