Andlát: Jón Magnússon (Jójó)

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.

Götulistamaðurinn Jón Magnússon, Jójó, lést á hjartadeild Landspítalans 19. september síðastliðinn, 65 ára að aldri.

Jón fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1960. Foreldrar hans eru Nanna Jónsdóttir og James Andrew Shipp, sem er látinn. 

Jón var þekktur fyrir að gleðja fólk með gítarspili og söng í Austurstræti, oft á kvöldin og um helgar, og var oft nefndur trúbador götunnar, sem margir Reykvíkingar könnuðust við.

Hann hóf miðbæjarferilinn í Pylsuvagninum í Austurstræti hjá Ásgeir Hannesi Eiríkssyni árið 1985 og síðar spilaði hann á gítarinn og munnhörpuna á sama stað og í Kolaportinu og á Eiðistorgi.

Hér er Jójó að spila með Bruce Springsteen eins og …
Hér er Jójó að spila með Bruce Springsteen eins og frægt er á Strikinu í Kaupmannahöfn árið 1988. Ljósmynd/Aðsend

Lék með Springsteen 1988

Jón spilaði með bandaríska tónlistarmanninum Bruce Springsteen á Strikinu í Kaupmannahöfn árið 1988 þegar Springsteen átti leið um göngugötuna og tók nokkur lög með honum.

Jójó hafði aldrei farið í tónlistarskóla og var hann alveg sjálflærður á hin ýmsu hljóðfæri en spilaði aðallega á gítar og munnhörpu.

Útför Jóns fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 23. október klukkan 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert