Aukin krafa um endurvinnslu á plasti

mbl.is/Karítas

Rekstrarafgangur Úrvinnslusjóðs á síðasta ári var 585 milljónir króna samkvæmt niðurstöðu ársreiknings sjóðsins. Á ársfundi sjóðsins á dögunum kom fram að misvel gengur að standa undir markmiðum um endurvinnslu, meira skilar sér af plasti en áður en minna af gleri og málmi.

Í ársskýrslu Úrvinnslusjóðs fyrir árið 2024 kemur fram að ekki sé markmið í rekstrinum að skila miklum afgangi. Þess í stað á að tryggja jafnvægi í rekstri hvers sjóðs sem tilheyrir ákveðnum vöruflokkum. Lögum samkvæmt má aðeins nýta álagt úrvinnslugjald hvers vöruflokks til að greiða fyrir meðhöndlun hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka