Borgin greiddi 12,7 milljarða í fjárhagsaðstoð

Fólk frá Palestínu fékk hlutfallslega mest útlendinga.
Fólk frá Palestínu fékk hlutfallslega mest útlendinga. mbl.is/Hákon

Alls greiddi Reykjavíkurborg ríflega 12,7 milljarða króna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga, innlendra og erlendra, á þriggja ára tímabili, þ.e. árin 2022 til 2024. Hluta þessa fjárframlags, rúmlega 5,4 milljarða, fékk borgin endurgreiddan frá ríkinu en afgangurinn, tæplega 7,3 milljarðar, féll á borgarsjóð.

Þetta kemur m.a. fram í svari sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði, en svar við fyrirspurninni var lagt fram á fundi ráðsins 1. október sl.

Endurgreiðslurnar eru vegna erlendra ríkisborgara sem hafa haft lögheimili á Íslandi skemur en tvö ár, en ríkissjóður endurgreiðir fjárhagsaðstoð þeirra einstaklinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert