Framtíðin er meira en fjögur ár

Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Aðsend grein úr Morgunblaðinu:
Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna þess að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti Bandaríkjanna öðru sinni stenzt vægast sagt enga skoðun. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir minna en fjögur ár verður Trump endanlega horfinn úr Hvíta húsinu að óbreyttri stjórnarskrá landsins. Það getur seint talizt skynsamlegt að taka afdrifaríka ákvörðun til langrar framtíðar, eins og þá að ganga í sambandið, byggt einungis á næstu tæpum fjórum árum.

Fyrir helgi birtist grein í Morgunblaðinu eftir Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hann hélt því fram að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið vegna varnarmálanna þar sem ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin lengur í þeim efnum. Skírskotaði hann í ummæli höfð eftir Trump frá 2018 í endurminningum Jens Stoltenbergs, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, þar sem hann er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert