Getur valdið Icelandair tjóni

Innviðaráðherra gaf út nýja reglugerð síðdegis á fimmtudag sem tryggir að þær vélar flugfélagsins Play sem skráðar voru í loftfaraskrá hér á landi verði ekki afskráðar öðruvísi en að uppgjör eigi sér stað áður við Isavia ohf.

Fyrri reglugerð gerði aðeins ráð fyrir slíku uppgjöri við Samgöngustofu. Upplýst hefur verið að skuld Play við Isavia hafi numið um 500 milljónum króna þegar félagið féll fyrr í þessum mánuði.

Steinn Logi Björnsson, sem á að baki áratugareynslu sem flugrekandi, bæði á vettvangi Icelandair og Bluebird, segir að með þessu sé staða flugvélaleigusala gerð ótryggari en áður og að það geti komið niður á fjármögnunarkjörum annarra flugfélaga sem starfi undir íslenska regluverkinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert