Jóhann Páll tekur við málinu af Ölmu

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eggert Jóhannesson

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, hefur verið settur staðgengill Ölmu Möller heilbrigðisráðherra.

Frá þessu greindi Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Í gær greindi Alma frá því á Alþingi að hún muni ekki koma að máli sem snýr að uppsögn ferliverkasamninga lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

„Sú sem hér stendur mun ekki koma að þessu máli. Ég hef sagt mig frá því vegna skyldleika við einn af þeim aðilum sem þarna starfa þannig að það yrði þá annar ráðherra,“ sagði Alma þegar Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði hana út í uppsögn samninganna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert